VIÐHORF GESTA TIL SÝNINGARINNAR FIT & RUN

SEM HALDIN VAR Í LAUGARDALSHÖLL 17. OG 18. ÁGÚST 2017

MARKMIÐ OG FRAMKVÆMD

Könnunin var gerð fyrir FIT & RUN 2017. Tilgangur hennar var að draga fram viðhorf gesta til sýningarinnar.

 

Markmið könnunarinnar var að fá svör við eftirfarandi atriðum:

  • Komast að því því hvað gekk vel og hvað mátti betur fara í framkvæmd sýningarinnar.

  • Komast að því hvernig megi efla FIT & RUN sýninguna á árinu 2018.

Hvernig var könnunin unnin?

Framkvæmdatími...................21. ágúst til 29. ágúst 2017.

 

Gagnaöflun……………………….....Viðhorfskönnunin var framkvæmd með vefkönnunarviðmótinu (SurveyMonkey.com).                                                                            Vefslóð á könnunina var send á skráða þátttakendur þann 28. ágúst 2016.

                                                 Ein hvatning var send þann 22. ágúst til að minna á að svara könnuninni.

 

Heildarþýði…………………………. Allir sem komu á sýninguna FIT & RUN 2017.

 

Úrtak…………………………………....Allir sem skráðu sig á netfangalista sýningarinnar. Það var hægt á heimasíðu sýningarinnar                                                               tveimur vikum fyrir sýningu og og fram að sýningu og einnig var hægt að skrá sig á sýningunni                                                           sjálfri.  

                                                Samtals voru það 573 þátttakendur.  

 

Úrtaksstærð............................Þeir sem svöruðu könnuninni.

Heildarfjöldi svarenda...... 380 

HELSTU NIÐURSTÖÐUR

​KYN:

73,8% svarenda voru konur.

ALDUR:

  0,6% voru yngri en 16 ára. 

10,4% voru á aldrinum 17 - 25 ára.

17,0% voru á aldrinum 26 - 35 ára.

31,3% voru á aldrinum 36 - 45 ára.

31,0% voru á aldrinum 46 - 55 ára.

  9,7% voru eldri en 56 ára.

 

83,3% svarenda kom af stór Reykjavíkursvæðinu.

  4,9% kom af norðurlandi.

86,2% svarenda urðu var við auglýsingar eða umfjöllun um sýninguna. 

           80,4% þeirra urðu var við auglýsingar eða umfjöllun á Facebook

           23,6% urðu var við auglýsingar eða umfjöllun í Fréttablaðinu.

             9,6% urðu var við auglýsingar eða umfjöllun í Morgunblaðinu

92,4% þeirra sem skráðu sig á netfangalista sýningarinnar og svöruðu könnuninni mættu á sýninguna FIT & RUN 2016

81,0% svarenda komu á sýninguna á sama tíma og þeir náðu  í skráningargögn fyrir Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka

 

61,0% svarenda keyptu vörur og / eða þjónustu á sýningunni.

 

88,7% svarenda fannst vöru- og þjónustubreiddin á sýningunni FIT & RUN ,,Mjög góð" eða ,,Góð".    

           10,7% svöruðu ,,Hvorki / né"

 

87,5% svarenda voru ,,mjög ánægðir" eða ,,ánægðir" með sýninguna í heild sinni. 

           6,5% svöruðu ,,Hvorki / né"