top of page

Stórsýningin FIT & RUN verður haldin í Laugardalshöll í sjöunda skipti daganna 22. og 23. ágúst 2024.

FIT & RUN er einstök sýning fyrir alla fjölskylduna þar sem áhersla er lögð á undirbúning hlaupara fyrir Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, almenna hreyfingu, heilsufæði, fatnað, skóbúnað og aðrar stuðningsvörur hlauparans.   
 

Vegna endurbóta verður sýninginn að þessu sinni í minni Höllinni, en þar er nægt pláss fyrir alla sýnendur og verður byrjað að raða á gólfið í lok mars nk.

Sýningin er opin: 

Fimmtudagur, 22. ágúst frá kl. 15:00  – 20:00 
Föstudagur, 23. ágúst, frá kl. 14:00 - 19:00  

Sýningin er opin öllum. Líka þeim sem eru ekki að fara að hlaupa, en vilja kynna sér allt það nýjasta á markaðinum og gera góð kaup, en sýnendur hafa verið mjög duglegir að bjóða upp á góða afslætti á vörum og þjónustu meðan á sýningunni stendur. 

Fyrir þá sem ekki eru skráðir í Reykjavíkurmaraþonið er miðaverðið kr. 850 og rennur kr. 200 af hverjum seldum miða í pott sem eitt góðgerðarfélag hlýtur. 

KOMDU TIL AÐ SMAKKA, SNERTA SJÁ OG HEYRA!

Komdu og gerðu góð kaup!
Byrjaðu undirbúninginn
á FIT&RUN 2024
Hittu aðra hlaupara sem eru að gera sig klára í hlaupið!
Kynntu þér allt það nýjasta á markaðinum!

FIT&RUN EXPO 

HELSTU UPPLÝSINGAR 

 

  • Vöru- og þjónustusýning

  • Haldin árlega í Laugardalshöll samhliða afhendingu skrángargana í Reykavíkurmaraþon Íslandsbanka

  • 12.000 - 15.000 gestir sækja sýninguna

  • 70-90 fyrirtæki kynna þar vörur sínar og þjónustu.

NIÐURSTÖÐUR VIÐHORFSKÖNNUNAR  MEÐAL GESTA

  • 61,2% gesta keyptu vörur og / eða þjónustu á sýningunni.

  • 87,8% voru ,,Mjög ánægðir" eða ,,Ánægðir" með sýninguna 

  • 88,7% fannst vöru- og þjónustubreiddin ,,Mjög góð" eða ,,Góð". 

Sjáðu stemninguna

MYndirnar
contact
bottom of page