Fréttir
28.08.2025
Tryggðu þér pláss á FIT&RUN 2026 – Skráning opnar 15. september
Almenn skráning fyrirtækja til að tryggja sér sýningarrými á FIT&RUN 2026 hefst eftir 15. september 2025. Sýnendur frá sýningunni 2025 hafa forgang til að halda sínu fyrra rými fram að þeim tíma, en eftir það verður skráning opin öllum.
23.08.2025
Metþátttaka á FIT&RUN 2025
Það var margt um manninn á FIT&RUN sýningunni sem haldin var í Höllinni dagana 21. og 22. ágúst 2025. Aldrei hafa fleiri tekið þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka en í ár, en skráðir þátttakendur voru 17.786, sem eru rúmlega 3.000 fleiri en árið áður. Sýningin var jafnframt opin almenningi sem ekki tók þátt í hlaupinu, og er áætlað að um 20 þúsund manns hafi sótt sýninguna þessa tvo daga.
21.08.2025
FRUMLEGASTI BÁS SÝNINGARINNAR- HEILSA
Dómnefnd sýningarinnar valdi bás Heilsu sem frumlegasta sýningarsvæðið.
Í umsögn dómnefndar segir meðal annars:
„Heilsu básinn var einstaklega fjölbreyttur og skemmtilegur. Uppblásna hliðið vakti strax athygli, í boði voru heilsudrykkir til smakkunar, vörur til sölu, leikir með glæsilegum vinningum, barnahorn og margt fleira. Þjónustustig starfsfólks var hátt og viðmótið frábært, sem gerði heimsókn í básinn að eftirminnilegri upplifun.“
Við óskum Heilsu innilega til hamingju með verðskuldaðan titil! 🎉
21.08.2025
FLOTTASTI BÁS SÝNINGARINNAR – NIKE
Dómnefnd sýningarinnar hefur valið bás Nike sem flottasta sýningarsvæði sýningarinnar.
Í umsögn dómnefndar segir meðal annars:
„Nike var með faglega, einfalda en töff hönnun sem speglaði sterkt vörumerkið á áhrifaríkan hátt. Rauða teppið setti sterkan svip, skjáirnir voru glæsilegir og hlaupabrettið gaf gestum tækifæri til að prófa skó á staðnum. Þá var bæði hægt að kaupa vörur í básnum og fá boðið upp á bæði brandaðan þrist og drykk.“
Við óskum Nike innilega til hamingju með verðskuldaðan titil! 🎉
25.08.2024
Vel heppnuð FIT&RUN 2024 sýning
Sýningin 2024 var haldin í gömlu Höllinni í Laugardalshöll í ágúst 2024. Var það vegna endurbóta sem áttu sér stað á gólfi nýju hallarinnar þar sem sýningin hefur verið haldin frá árinu 2024. Þar sem sýningin hefur stækkað milli ára, var gólfplássið uppselt nokkru fyrir sýningu. Þar tóku um 60 sýnendur þátt og um 16.000 gestir komu á sýninguna þessa tvo daga sem sýningin var haldin.