Fréttir
Mikill áhugi á FIT&RUN 2026
Undirbúningur fyrir FIT&RUN 2026 gengur vel og hefur skráning sýnenda enn og aftur farið langt fram úr væntingum. Nú þegar eru um 85% sýningarinnr selt eða frátekið, sem þýðir að aðeins um 25% bása eru enn laus.
Allt stefnir því í að sýningin verði enn umfangsmeiri en sú sem haldin var síðast í ágúst. FIT&RUN 2026 fer fram í Laugardalshöll 20.–21. ágúst, og búist er við 22–23 þúsund gestum á tveggja daga sýninguna.
Fyrirtæki sem taka þátt fá þar einstakt tækifæri til að hitta sinn markhóp augliti til auglitis, á einni stærstu og fjölmennustu hlaupahátíð sem haldin er á Íslandi.
Ef þú telur að fyrirtæki þitt eigi erindi við gesti sýningarinnar hvetjum við þig til að hafa samband og ræða möguleikana. Sendu línu á omar@vistaexpo.is til að hefja samtalið um þátttöku á þessum einstaka viðburði.
Tryggðu þér pláss á FIT&RUN 2026 – Skráning opnar 15. september
Metþátttaka á FIT&RUN 2025
FRUMLEGASTI BÁS SÝNINGARINNAR- HEILSA
FLOTTASTI BÁS SÝNINGARINNAR – NIKE