FIT&RUN 2026

Fimmtudagur 20.08.2026 14:00 - 20:00
950 kr.
Föstudagur 21.08.2026 14:00 - 20:00
950 kr.
Báðir dagar 20.08.2026 14:00 - 20:00 21.08.2026 14:00 - 20:00
1.500 kr.
Samtals
0 kr.
Kaupa miða

STÓRSÝNINGIN FIT&RUN EXPO 2026 Í LAUGARDALSHÖLL

20. ágú 2026 14:00-20:00
21. ágú 2026 14:00-20:00

Stórsýningin FIT&RUN verður haldin í Laugardalshöll 20. og 21. ágúst 2026.

FIT&RUN er einstök sýning fyrir alla fjölskylduna þar sem áhersla er lögð á undirbúning hlaupara fyrir Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, almenna hreyfingu, heilsufæði, fatnað, skóbúnað og aðrar stuðningsvörur hlauparans.

 

Sýningin er opin öllum – ekki aðeins þeim sem taka þátt í hlaupinu.

Þetta er frábært tækifæri til að kynna sér nýjustu vörur og þjónustu á markaðnum og gera góð kaup, þar sem sýnendur hafa verið mjög rausnir við að bjóða sérstaka afslætti meðan á viðburðinum stendur.

Sýningin fer fram í Laugardalshöll í tvo daga:
Fimmtudag kl. 14:00–20:00 og föstudag kl. 14:00–20:00.


Það er alltaf frábær stemning þegar hlauparar koma að sækja hlaupagögnin sín, og það er einstök upplifun að vera með – hvort sem þú ert að hlaupa eða einfaldlega njóta viðburðarins.

 

Hafðu samband og skoðum hvort þú verðir sýnandi á næstu FIT&RUN!

Okkar samstarfsaðilar

Allt neðangreint og meira á FIT & RUN

Fatnaður og búnaður

Íþróttaföt, hlaupaskór, æfingabúnaður, snjalltæki og heyrnatól

Æfingar og þjálfun

Hlaupaklúbbar, æfinga- og þjálfunarstöðvar, einkaþjálfarar og æfingaforrit

Ferðir og útivist

Hlaupaferðir innanlands og erlendis, gönguferðir, hvatferðir

Heilsa og meðferðir

Hlaupaklúbbar, æfinga- og þjálfunarstöðvar, einkaþjálfarar og æfingaforrit

Þjónusta og tækni

Hugbúnaður fyrir íþróttafólk, tryggingafélög, heilsutímarit, æfingaforrit

Næring og vörur

Hollusta, orka og bragð – allt sem þú þarft fyrir líkama og sál

Niðurstöður viðhorfskönnunar meðal gesta FIT&RUN

Gerðar hafa verið kannanir meðal gesta sýningarinnar þar sem þeir eru spurðir um hvað skiptir þá mestu máli, með það að markmiði að koma enn betur til móts við væntingar þeirra.
Niðurstöður síðustu könnunar voru afar jákvæðar og sýna svart á hvítu að sýningin nær að skapa bæði ánægju og virði fyrir gesti og þátttakendur. Sérstaklega vakti athygli hversu hátt hlutfall gesta nýtti tækifærið til að versla vörur eða þjónustu á staðnum:

  • 61,2% gesta keyptu vörur og/eða þjónustu á sýningunni

  • 87,8% lýstu því yfir að þeir væru „Mjög ánægðir“ eða „Ánægðir“ með sýninguna

  • 88,7% töldu vöru- og þjónustuframboðið „Mjög gott“ eða „Gott

Þessar niðurstöður eru sterkar vísbendingar um að sýningin sé ekki aðeins að uppfylla væntingar, heldur einnig að skapa lifandi vettvang þar sem gestir fá jákvæða upplifun, fjölbreytt val og raunverulegt virði fyrir sinn tíma og fjármuni.

 

Sjáðu stemninguna á FIT&RUN 2025